FRAMSÓKNAR KAFFI-TÁR
Framsóknarkaffi-tár „Við viljum komast í góð tengsl við okkar kjósendur og teljum það góða leið að gefa þeim Framsóknarkaffi-tár“, sagði Hjálmar Árnason, þingmaður en hann var með félögum sínum úr Framsóknarflokki í þeirra fyrstu vinnustaðaheimsókn á Suðurnesjum í sl. viku. Framsóknarmenn fengu Aðalheiði Héðinsdóttur í Kaffitári að útbúa sérstakt Framsóknarkaffi í minni pokum til að gefa fyrir kosningar. Svo vel þótti uppátækið heppnast að Frammarar úr öðrum kjördæmum hafa fylgt fordæmi félaga sinna og fengið kaffitár hjá Aðalheiði, Manni ársins á Suðurnesjum 1998. Það er því ljóst að Framsóknarkaffitár mun fara í marga bolla fyrir þessar kosningar. VF-mynd/pket.