Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 10. maí 2002 kl. 17:49

Framsókn og Samfylking hafna pallborðsumræðum

Sjálfstæðismenn segja Framsóknarflokkinn og Samfylkinguna í Reykjanesbæ hafa hafnað pallborðsumræðum um bæjarmál í Reykjanesbæ til stóð að halda fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sjálfstæðismönnum var tilkynnt þetta bréflega nú í dag.Árni Sigfússon, leiðtogi sjálfstæðismanna sagðist, í samtali við Víkurfréttir nú undir kvöld, vonsvikinn með niðurstöðuna. Sjálfstæðismenn hafi viljað pallborðsumræður með þremur til fjórum fulltrúum frá hverjum flokki að lokinni framsögu leiðtoga flokkanna. Þetta hafi Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin ekki fallist á og sagt þannig fund verða ómarkvissan og ekki skila árangri.
Árni sagði það skrýtið ef fundur með 3-4 fulltrúum frá hverjum flokki, sem að öllum líkindum skipa næstu bæjarstjórn, yrði ómarkviss. Það væri ekki gæfulegt.

Kapalsjónvarp Víkurfrétta hafði í huga að senda fundinn út í beinni útsendingu á stöð sinni í Reykjanesbæ og einnig á Internetinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024