Framsókn með opinn fund um löggæslumál í kvöld
Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson, alþingismenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi boða til opins fundar á Ránni í kvöld kl. 20:00.
Í fundarboði segir að á dagskrá sé „hin grafalvarlega staða sem komin er upp í málefnum löggæslu, tollgæslu og öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli.“
Frummælendur á fundinum eru Jón Halldór Sigurðsson, formaður Lögreglufélags Suðurnesja, Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarðafélags Íslands og Þorleifur Már Friðjónsson,varaformaður FFR auk fundarboðenda.
Fundarstjóri er Helga Sigrún Harðardóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins.