Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Framsókn með opinn fund um löggæslumál í kvöld
Fimmtudagur 17. apríl 2008 kl. 15:43

Framsókn með opinn fund um löggæslumál í kvöld


Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson, alþingismenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi boða til opins fundar á Ránni í kvöld kl. 20:00.

 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í fundarboði segir að á dagskrá sé „hin grafalvarlega staða sem komin er upp í málefnum löggæslu, tollgæslu og öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli.“

 

Frummælendur á fundinum eru Jón Halldór Sigurðsson, formaður Lögreglufélags Suðurnesja, Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarðafélags Íslands og Þorleifur Már Friðjónsson,varaformaður FFR auk fundarboðenda.

 

Fundarstjóri er Helga Sigrún Harðardóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins.

VF jól 25
VF jól 25