Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framsókn í Suðurkjördæmi: Hörð barátta um 3. sætið
Laugardagur 18. janúar 2003 kl. 12:47

Framsókn í Suðurkjördæmi: Hörð barátta um 3. sætið

Tíu einstaklingar gefa kost á sér í sex efstu sætin á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem valinn verður á kjördæmisþingi flokksins sem fram fer á Selfossi í dag. Hart er sótt að Ísólfi Gylfa Pálmasyni alþingismanni við röðun á lista Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi, auk hans sækjast fjórir eftir því sæti, en þau eru: Baldur Kristjánsson, Drífa Sigfúsdóttir, Eygló Harðardóttir og Helga Sigrún Harðardóttir. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra er einn í framboði í fyrsta sætið og Hjálmar Árnason, alþingismaður gefur einn kost á sér í annað sætið. Kosning hófst nú klukkan 13:00 og er búist við niðurstöðum síðar í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024