Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framsókn dróg tillögu um áheyrnarfulltrúa til baka
Fimmtudagur 4. september 2014 kl. 09:28

Framsókn dróg tillögu um áheyrnarfulltrúa til baka

Kristinn Þór Jakobsson, aðalbæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ, dró til baka tillögu um heimild til tilnefninga áheyrnarfulltrúa í nefndum Reykjanesbæjar á síðasta fundi bæjarstjórnar sem fram fór á þriðjudag. Kristinn sagðist harma það að meirihlutinn sem kenndi sig við lýðræði og gagnsæi í aðdraganda kosninganna í vor, hafi kosið að hafna tillögu framsóknarmanna.

„Þeir einstaklingar sem gefið hafa kost á sér og tilnefndir hafa verið sem áheyrnarfulltrúar og varamenn Framsóknar í nefndum eru allir með brennandi áhuga á samfélaginu og tilbúnir að vinna að heilindum og gera Reykjanesbæ meiri og betri,“ sagði Kristinn á fundinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég lýsi því hér með yfir að  framsóknarmenn allir, sem að listanum stóð í vor, munu vinna að endurskoðun á samþykktunum og munu leggja þá vinnu fyrir bæjarstjórnarfund fyrir áramót. Heimild til tilnefninga áheyrnarfulltrúa í nefndum bæjarins er mikilvægt lýðræðismál í hugum Framsóknarmanna í Reykjanesbæ,“ bætti hann við.

Meirihluti Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar ogóháðra sagðist á fundinum ætla að bæta verklag við ritun fundargerða og birtingu fylgigagna, með því að halda borgarafundi um stöðu bæjarins. Auk þess með því að gera upplýsingavef og íbúavefi Reykjanesbæjar öflugari og skilvirkari, og með því að efla ungmennaráð Reykjanesbæjar og vinna að stofnun öldungaráðs.