Framlengdur umsóknarfrestur um verkefnastyrki
Menningarráð Suðurnesja auglýsti nýverið verkefnastyrki og óskaði eftir styrkumsóknum vegna menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu.
Auglýst var að skila bæri umsóknum eigi síðar en kl. 16:00 mánudaginn 22. ágúst. Nú hefur verið ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til mánudagsins 29. ágúst kl. 16.00.
Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðu Menningarráðs Suðurnesja http://menning.sss.is
Umsóknum skal skilað í 7 eintökum á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Iðavöllum 12b, Reykjanesbæ eða á netfangið [email protected]
Frekari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir, [email protected], sími 420-3288