Framleiðsla jókst mest á Suðurnesjum
-hagvöxtur sveiflukenndur
Hagvöxtur var mestur á Suðurnesjum árin 2008-2015, alls 8% og varð hann hvergi meiri annars staðar á landinu er því fram kemur í skýrslu þróunarsviðs Byggðarstofnunar.
Þrátt fyrir að herinn hafi farið fyrir ellefu árum síðan virðast ekki sjást merki um það í hagvaxtartölum fyrir Suðurnes. Samt sem áður hafði bankahrunið á árunum 2008-2009 mestu áhrifin á Suðurnesjum en hjá öðrum sveitarfélögum. Efnahagsumsvif hafa hins vegar vaxið töluvert hraðar á svæðinu en annars staðar frá 2006.
Þennan góða vöxt má skýra með fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll ásamt uppbyggingu iðnaðar og sjávarútvegs á svæðinu. Sjávarútvegur hefur einnig styrkst og fiskvinnsla er öflug á svæðinu.
Eins og áður hefur komið fram kom bankahrunið illa við svæðið og þá ekki síst Reykjanesbæ vegna mikla fjárfestinga á uppgangsárunum. Fjármálafyrirtæki hurfu smám saman af svæðinu og drógust þau saman um helming frá árunum 2008-2015. Einnig hægði verulega á húsbyggingum á svæðinu frá 2008-2009 nokkur kraftur hefur þó verið í mannvirkjagerð allt tímabilið og þá aðallega í flugstöðinni á Keflavíkurvelli. Ástæða uppbyggingar flugvallarins er aukin fjölgun ferðamanna eftir árið 2010, ferðaþjónustunni hefur einnig gengið vel í Reykjanesbæ vegna fjölgun þeirra. Greinar sem tengjast ferðamannaiðnaðinum á öllum sviðum hafa einnig staðið sig vel, þar má meðal annars nefna verslun, hótel, veitingar og samgöngur.