Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdum við Suðurgarð Sandgerðishafnar ljúki fyrir lok september
Séð yfir framkvæmdasvæðið. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 2. ágúst 2019 kl. 07:19

Framkvæmdum við Suðurgarð Sandgerðishafnar ljúki fyrir lok september

Nú sér fyrir endann á framkvæmdum við Suðurgarð Sandgerðishafnar. Ráðist var í miklar endurbætur á höfninni þar sem rekið var niður nýtt stálþil. Framkvæmdirnar hafa hamlað mjög starfsemi við höfnina en miklar tafir hafa orðið á verklokum. Þannig lýsti bæjarstjórn Suðurnesjabæjar óánægju sinni með seinaganginn í bókun sem gerð var í febrúar í vetur.

Nýlega var boðin út steypa á þekju bryggjunnar og hefur verktakinn frest til loka september til að ljúka því verki. Köfunarþjónusta Sigurðar og Bryggjuverk áttu lægsta tilboð í verkið, 33,2 milljónir króna sem er 94% af kostnaðaráætlun.

Nú er unnið að því að leggja raflagnir í bryggjuna og þegar því er lokið verður ráðist í steypuvinnuna og ætti hafnarmannvirkið því að vera klárt fyrir haustið.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024