Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdum við hjúkrunarheimili verði hraðað
Laugardagur 11. október 2008 kl. 11:30

Framkvæmdum við hjúkrunarheimili verði hraðað



Enn hefur lítið þokast varðandi bygingu nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ. Nýjar hugmyndir rikisstjórnarinnar um hröðun á uppbyggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma víðs vegar um landið gefa þó vonir um að framkvæmdir geti hafist fljótlega.
Þetta segir í ályktun um öldunrarmál, sem lögð var fram á aðalfundi SSS í morgun. Í henni ítreka sveitastjórnir á Suðurnesjum vilja sinn, sem áður hefur komið fram, um að samningum verði komið á við ríkisvaldið um fjármögnun og framkvæmdir þannig að uppbygging nýrra hjúkrunarrýma geti orðið hraðari en ella.
„Íbúar Suðurnesja geta ekki sætt sig við frekari frestun framkvæmda og skorar aðalfundur SSS á félagsmála- og heilbrigðisráðherra að koma málum í þann farveg að framkvæmdir geti hafist strax,“ segir í ályktuninni.

VFmynd/elg: Frá aðalfundi SSS sem nú stendur yfir í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024