Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 15. maí 2000 kl. 13:40

Framkvæmdir við verslun 10-11 stöðvaðar vegna formgalla-mikið tjón fyrir Húsanes

Byggingarleyfi fyrir verslunarhús 10-11, við Hafnargötu 51-55, hefur verið afturkallað vegna formgalla á grenndarkynningu. Húsanes keypti þessar lóðir á sínum tíma og fékk leyfi fyrir byggingu hússins. Halldór Ragnarssonr, forstjóri Húsaness, sagði þessa stöðvun framkvæmda hafa mikið tjón í för með sér. Málið er í athugun og niðurstöðu er að vænta eftir rúman mánuð. Að sögn Heiðar Ásgeirssonar, byggingafulltrúa Reykjnesbæjar, fór málið í óformlega grenndarkynningu á sínum tíma en þar sem hún var ekki fullgild verður að endurtaka hana nú. „Við héldum fund með nágrönnum og kynntum þeim málið. Þeir gerðu sínar ahugasemdir á fundinum en með réttu eiga íbúar að hafa fjögurra vikna frest til að skila inn ahugasemdum. Við sendum bréf til íbúanna sl. föstudag en þeir hafa þá 4 vikur, frá sendingardegi bréfsins, til að gera athugasemdir. Þegar þær berast, verður farið yfir þær efnislega en framhaldið ræðst af hverjar þær eru. Þangað til þurfa framkvæmdir að stöðvast“, sagði Heiðar Ásgeirsson þegar haft var samband við hann vegna málsins. Halldór Ragnarsson, hjá Húsanesi sagði að þetta væri hið versta mál en þeir væru að athuga hvernig þeir gætu snúið sér í því. Auk þess þá væri þetta líka mesti framkvæmdatími ársins og starfsmenn ekki farnir að fara í sumarfrí. „Við erum búnir að gefa upp ákveðinn skilatíma á verkinu, sem mun vegna þessa, ekki standast. Þetta veldur okkur því miklum óþægindum og fjárhagslegu tjóni, sérstaklega m.t.t. þess að við vorum búnir að ráða mannskap í verkið sem við sitjum nú uppi með verkefnalausan að hluta. Það er erfitt að koma þessum mannskap fyrir í öðrum verkum með litlum fyrirvara og þetta verður engan veginn eins hagkvæmt og arðbært eins og vonir stóðu til“, sagði Halldór.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024