Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir við nýtt hringtorg á Hafnargötu að hefjast
Miðvikudagur 28. ágúst 2002 kl. 14:53

Framkvæmdir við nýtt hringtorg á Hafnargötu að hefjast

Framkvæmdir við nýtt hringtorg á mótum Hafnargötu, Faxabrautar og Víkurbrautar munu hefjast á næstu dögum og standa yfir í 3-4 vikur. Vegfarendur, akandi og gangandi eru beðnir að hliðra til fyrir verktökum og sýna þolinmæði og aðgát meðan á framkvæmdatíma stendur, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.Samhliða framkvæmdum við hringtorgið verður unnið að breytingum á tengingu Víkurbrautar og Bryggjuvegar. Þessar breytingar, bæði hringtorgið og breytingin á Víkurbraut og Bryggjuvegi eiga að draga úr umferðarþunga á hluta Hafnargötunnar, þar sem íbúar hafa kvartað undan hraða og tíðum framúrakstri.

Meðfylgjandi er mynd Verkfræðistofu Suðurnesja af hringtorginu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024