Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir við nýtt 500 íbúða hverfi hafnar í Vogum
Föstudagur 30. maí 2008 kl. 16:05

Framkvæmdir við nýtt 500 íbúða hverfi hafnar í Vogum

„Þetta er eins og að handleika stýripinna í tölvuleik,“ sagði Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Voga, eftir að hann hafði farið fimum fingrum um stjórntæki stórvirkrar skurðgröfu. Verkefnið sem Birgir var að leysa var fyrsta skóflustungan að nýju 500 íbúða hverfi í Vogum.

Þó svo Birgi hafi liðið eins og í tölvuleik, þá sáu viðstaddir að hann myndi strax eiga í erfiðleikum með fyrsta borð. Eftir vandræðagang við að koma skóflunni almennilega í jörð fékk Birgir tilsögn í að ná skóflufylli af mold. Það varð til þess að eftirleikurinn var auðveldur og fyrsta skóflustungan var staðreynd.

Það er verktakafyrirtækið Nesbyggð sem ætlar að byggja íbúðahverfið, sem verður fullbyggt með 500 íbúðum. Hverfið verður byggt í tveimur áföngum og í þeim fyrri verða 250 íbúðir. Þar af verða um 50 einbýlishús, 70 íbúðir í rað- og parhúsum og restin í fjölbýlishúsum.

Framkvæmdatíminn er óljós sem stendur en verktakinn gerir sér grein fyrir þrengingum á markaði og ætlar að haga seglum eftir vindi, eins og komist var að orði ó morgun.


Róbert Ragnarsson bæjarstjóri bindur miklar vonir í þetta verkefni en þegar því verður lokið hefur íbúðabyggð í Vogum verið tvöfölduð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Frá fyrstu skóflustungunni í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi