Fréttir

Framkvæmdir við hringtorg á Reykjanesbraut að hefjast
frá undirritun í gær f.v. Guðlaugur H Sigurjónsson sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar, Karl Andreasen frá Ístaki og Svanur Bjarnarson hjá Vegagerðinni. Þá er Ísava einnig aðili að þessu verkefni en fulltrúi fyrirtækisins var ekki við undirskrift ve
Miðvikudagur 14. júní 2017 kl. 14:57

Framkvæmdir við hringtorg á Reykjanesbraut að hefjast

Í gær var undirritaður samningur vegna framkvæmda við tvö hringtorg á  Reykjanesbraut í sumar, annars vegar á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar og hins vegar á mótum Þjóðbrautar og Reykjanesbrautar. Útboð fór fram fyrr í sumar og var verktakafyrirtækið Ístak lægstbjóðandi.

Útboð Ístaks hljóðaði upp á rúmar tvö hundruð og fimmtán milljónir króna fyrir bæði hringtorgin. Framkvæmdir hefjast í næstu viku og eru áætluð verklok þann 15. september næstkomandi. Ökuhraði verður færður niður í 50 km á klukkustund á meðan á framkvæmdum stendur og því má búast við einhverjum töfum á þessum vegkafla í sumar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hringtorgin eru hönnuð sem tvöföld hringtorg og verður ytri hringur fyrst tekinn í notkun og er þá hægt að stækka hringtorgið með innri hring þegar farið verður í tvöföldun Reykjanesbrautar.