Framkvæmdir við Hljómahöll hefjast í byrjun næsta árs
Meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar hefur samþykkt að Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. verði heimilað að hefja framkvæmdir við viðbyggingu og breytingar á húsnæði Stapans á grundvelli kynningar og kostnaðaráætlunar sem lögð hefur verið fram. Tillagan var samþykkt með atkvæðum meirihluta D-listans en minnihluti A-lista greiddi atkvæði á móti þar sem hann telur rétt að leitað verði annarra leiða til þess að leysa úr húsnæðismálum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Minnihlutinn er á þeirri skoðun að rekstrarkostnaður og húsleiga sé of há og óásættanleg viðbót við þá húsaleigu sem sveitarfélagið greiðir nú þegar til Fasteignar hf, samkvæmt því sem segir í bókun.
Í bókun sem meirihlutans segir að Sjálfstæðismenn leggji mikinn metnað í tónlistarsköpun og tónlistarflutning í Reykjanesbæ og vilji sé til að gera Tónlistarskóla Reykjanesbæjar jafn hátt undir höfði og grunnskólum í sveitarfélaginu. Byggingarkostnaður sé sambærilegur og bygging eins grunnskóla. Nýting verði hins vegar mun fjölbreyttari.
Sjá nánar í Víkurfréttum á fimmtudag.
Mynd: Teikning Guðmundar Jónssonar, arkitekts, af Hljómahöllinni.
Minnihlutinn er á þeirri skoðun að rekstrarkostnaður og húsleiga sé of há og óásættanleg viðbót við þá húsaleigu sem sveitarfélagið greiðir nú þegar til Fasteignar hf, samkvæmt því sem segir í bókun.
Í bókun sem meirihlutans segir að Sjálfstæðismenn leggji mikinn metnað í tónlistarsköpun og tónlistarflutning í Reykjanesbæ og vilji sé til að gera Tónlistarskóla Reykjanesbæjar jafn hátt undir höfði og grunnskólum í sveitarfélaginu. Byggingarkostnaður sé sambærilegur og bygging eins grunnskóla. Nýting verði hins vegar mun fjölbreyttari.
Sjá nánar í Víkurfréttum á fimmtudag.
Mynd: Teikning Guðmundar Jónssonar, arkitekts, af Hljómahöllinni.