Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir við Flugvelli í fullum gangi
Séð yfir vinnusvæðið á Flugvöllum.
Föstudagur 8. september 2017 kl. 06:00

Framkvæmdir við Flugvelli í fullum gangi

Gert er ráð fyrir því að gatnagerð við Flugvelli klárist í október eða nóvember að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, sviðsstjóra Umhverfissviðs Reykjanesbæjar. Miklar framkvæmdir standa nú þar yfir en á svæðinu verður bíla- og flugtengd starfsemi, svo sem bílaleigur, bensínstöð og fleira. Þá verður ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja einnig á svæðinu.

„Það er búið að úthluta flestum lóðunum. Nú á eftir að sortera úr haugunum hérna og taka meðalgildi mengunar í jarðveginum,“ segir Guðlaugur, en í maí síðastliðnum stöðvaði Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja framkvæmdirnar þegar gamlir ruslahaugar frá bandaríska hernum voru grafnir upp á svæðinu. Einnig fannst tjara í jarðveginum. „Öll mengun er komin upp á yfirborðið en það eru einhver ákveðin efni yfir gildum sem þarf að skoða. Nú er verið að endurmæla,“ segir Guðlaugur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslenskir aðalverktakar eru framkvæmdaaðili á svæðinu en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 500 milljónir króna.