Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framkvæmdir í Aragerði
Sunnudagur 19. júlí 2009 kl. 11:39

Framkvæmdir í Aragerði


Umtalsverðar framkvæmdir standa yfir þessa dagana í Aragerði, útivistarsvæði Vogabúa. Arnagerði hefur sem kunnugt er einnig þjónað hlutverki samkomusvæðis þar sem bæjarbúar koma saman við ýmis tækifæri.
Framkvæmdunum er ætlað að auka enn frekar gildi svæðisins sem samkomu- og útivistarsvæðis. Hin árlega bæjarhátíð, eða Fjölskyldudagurinn í Vogum,  verður haldin þann 8. ágúst og á svæðið þá að vera tilbúið.
 
Ásýnd svæðisins og aðkoma mun taka breytingum við þessar framkvæmdir en m.a. er unnið að gerð huggulegs áningarstaðar, eins konars torgs, sem verður miðpunktur svæðisins í skógarrjóðrinu. Aragerði ætlað að tengjast tjörninni og göngustígunum umhverfis hana. Ekki er langt síðan veglegum upplýsingaskiltum var komið fyrir við tjörnina þar sem fólk finnur upplýsingar um fuglalíf, gróður og örnefni í næsta nágrenni.
Að sögn Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra í Vogum, varð vart við meira varp en áður nú í vor við tjörnina. Það mun þó ekki hafa skilað sér í auknum ungafjölda en ráðgert að gera tjörnina þannig úr garði að fuglalífið blómstri á ný.. Það verður m.a gert með því að aftengja hólmann frá landi svo fuglarnir hafi meira næði.
Bæði framkvæmdirnar við Aragerði og tjörnina eru hluti af stærri átætlun sem tengist göngustígakerfi og útvistarsvæði bæjarfélagsins meðfram ströndinni frá Stapa og yfir Grænuborgarsvæðið.


VFmynd/elg - Þessir starfsmenn Nesprýðis unnu við hleðsluvegg við Aragerði, léttklæddir í blíðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024