Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Framkvæmdir hafnar við tjaldsvæði í Reykjanesbæ
  • Framkvæmdir hafnar við tjaldsvæði í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 23. júní 2016 kl. 09:44

Framkvæmdir hafnar við tjaldsvæði í Reykjanesbæ

Fyrirhugað er að opna tjaldsvæði við Víkingaheima í Reykjanesbæ nú síðar í sumar en framkvæmdir eru þegar í fullum gangi á svæðinu.

Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar segir að stefnt sé að því klára tjaldsvæðið nú í sumar og reiknar hann jafnvel með að það verði tekið í notkun í júlí. Jarðvegsvinna var í fullum gangi þegar blaðamann Víkurfrétta bar að garði en fljótlega verður farið að leggja gras á svæðið sem er staðsett við Landnámsdýragarðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjanesbær mun koma upp aðstöðunni en rekstaraðilarnir verða Viking World, fyrirtæki sem rekur Víkingaheima. Guðlaugur segir að kostnaður Reykjanesbæjar vegna framkvæmdanna verði undir tíu milljónum en hann gat ekki skotið á nákvæmari upphæð að svo stöddu.

Síðast var tjaldsvæði í bæjarfélaginu sumarið 2012 þegar Alex gistiheimili var með aðstöðu við Aðalgötu í Keflavík.