Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir hafnar við stækkun Grindavíkurhafnar
Svona lítur Suðurgarður út eftir að búið verður að stækka athafnasvæðið.
Föstudagur 4. janúar 2013 kl. 13:12

Framkvæmdir hafnar við stækkun Grindavíkurhafnar

Framkvæmdir eru hafnar við landfyllingu og stækkun athafnasvæðis við Suðurgarð í Grindavíkurhöfn.

Hafnarstjórn telur að með landfyllingu við Suðurgarð verði til verðmætt athafnasvæði sem skapar framtíðarmöguleika í hafsækinni þjónustu í Grindavíkurhöfn og fyrirtækjum í Grindavík s.s. aukna vöruflutninga, makríllandanir, frystitogaralandanir og ýmislegt fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hagtak ehf. átti lægsta tilboð í verkið eða rúmar 7 milljónir en kostnaðaráætlun var upp á rúmar 10. Alls bárust 6 tilboð í verkið.

www.grindavik.is


Framkvæmdir við Suðurgarð í Grindavík í gær.


Teikning af þeim framkvæmdum sem á að ráðast í. Með landfyllingu við Suðurgarð verður til verðmætt athafnasvæði sem skapar framtíðarmöguleika í hafsækinni þjónustu í Grindavíkurhöfn og fyrirtækjum í Grindavík.