Framkvæmdir hafnar við sjúkrahúsið að Ásbrú
Endurbygging sjúkrahússins að Ásbrú er stærsta verkefnið sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar vinnur að um þessar mundir. Iðnaðarmenn eru byrjaðir að rífa innan úr byggingu sjúkrahússins og gera það klárt fyrir þá uppbyggingu sem er framundan.
Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, segir það vera verkefni félagsins að fara í ákveðnar framkvæmdir og skila húsnæðinu í ákveðnu ástandi inn í nýtt félag sem síðan tekur við framkvæmdum og uppbyggingu hússins. Nú er unnið að hönnun sjúkrahússins og að fjármögnun verkefnisins og segir Kjartan að eftir ár verði rekstur sjúkrahúss að Ásbrú kominn í gang.