Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir hafnar við knattspyrnuhöll
Mánudagur 28. janúar 2008 kl. 10:07

Framkvæmdir hafnar við knattspyrnuhöll

Reynismenn í Sandgerði líta með tilhökkun til næstu næstu ára með tilliti til bættrar aðstöðu til knattspyrnuiðkunnar  því nú á dögunum hófust framkvæmdir við byggingu knattspyrnuhallar og stúku á svæði þeirra. Byrjað var að grafa prufuholur svo hægt sé að gera kostnaðaráætlun á jarðvinnuna.
Á heimasíðu Reynis kemur fram að áætlað sé að framkvæmdum ljúki í apríl-maí árið 2009. Að loknum framkvæmdum verður aðstaðan öll til fyrirmyndar og með því betra sem gerist á landinu.

 

Mynd/reynir.is



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024