Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir ganga vel við Nesvelli
Mynd frá framkvæmdum í síðustu viku.
Mánudagur 27. ágúst 2012 kl. 10:37

Framkvæmdir ganga vel við Nesvelli

Undanfarið hefur uppsteypa gengið vel fyrir sig og gert er ráð fyrir að vinnu við sökkla og undirstöðu ljúki þann 30. september næstkomandi.

Framkvæmdir við byggingu á nýju hjúkrunarheimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ eru nú í fullum gangi og ganga vel. Undanfarið hefur uppsteypa gengið vel fyrir sig og gert er ráð fyrir að vinnu við sökkla og undirstöðu ljúki þann 30. september næstkomandi.  Verktakinn, Hjalti Guðmundsson ehf. vinnur að fyrsta áfanga framkvæmda.

Framundan er svo útboð á næsta áfanga verkefnisins sem er uppsteypa á öllu húsinu, ásamt frágangi með gluggum og hurðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ verður 4.350 m2 að stærð, með 60 nýtískulegum einstaklingsíbúðum, en auk þess verður hluti af þegar byggðri þjónustumiðstöð á Nesvöllum nýtt fyrir starfsemi hjúkrunarheimilis.  Stefnt er að því að taka nýtt hjúkrunarheimili í notkun í byrjun ársins 2014.