Framkvæmdir að hefjast við nýtt hringtorg
Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum við nýtt hringtorg á gatnamótum Aðalgötu og Iðavalla í Reykjanesbæ.
Gatnamótin verða að hluta lokuð fyrir bílaumferð meðan á framkvæmdum stendur en reiknað er með að þær taki allt að 6 vikur. Reynt verður að haga framkvæmdum þannig að verkið gangið hratt fyrir sig og það þannig skipulagt að truflun verði sem minnst.
Þrátt fyrir það er ljóst að mikil óþægindi fylgja framkvæmdum sem þessum og eru íbúar beðnir um að sýna þolinmæði og taka starfsmönnum verktaka vel, að því er segir á vef Reykjanesbæjar.
Mynd: Á þessari loftmynd má sjá legu væntanlegs hringtorgs.
Gatnamótin verða að hluta lokuð fyrir bílaumferð meðan á framkvæmdum stendur en reiknað er með að þær taki allt að 6 vikur. Reynt verður að haga framkvæmdum þannig að verkið gangið hratt fyrir sig og það þannig skipulagt að truflun verði sem minnst.
Þrátt fyrir það er ljóst að mikil óþægindi fylgja framkvæmdum sem þessum og eru íbúar beðnir um að sýna þolinmæði og taka starfsmönnum verktaka vel, að því er segir á vef Reykjanesbæjar.
Mynd: Á þessari loftmynd má sjá legu væntanlegs hringtorgs.