Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framkvæmdir á Reykjanesi hafa tafist vegna veðurs
Fimmtudagur 26. júlí 2018 kl. 15:17

Framkvæmdir á Reykjanesi hafa tafist vegna veðurs

Framkvæmdir hafa staðið yfir á Reykjanesi undanfarnar vikur og meðal annars við Gunnuhver, þær hafa þó tafist vegna veðurs og vegna þess að efni í palla var lengi á leiðinni. Nú er búið að stækka palla við Gunnuhver og einnig á að skipta úr handriðum. Frá þessu er greind á Facebook-síðunni „Ferðaþjónar á Reykjanesi.“

Hér að neðan má lesa færsluna og meðfylgjandi myndir eru af nýju pöllunum við Gunnuhver.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni standa yfir framkvæmdir við Gunnuhver. Þær hafa tafist af ýmsum ástæðum, m.a. vegna þess að lerkið var lengur á leið til landsins en áætlað var og svo hefur veðrið verið smá að stríða okkur. Veturinn var of snjóþungur og sumarið of blautt.
Búið er að stækka pallana eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Á næstunni verður öryggisböndum skipt út og unnið í handriðunum. Þá þarf að styrkja núverandi palla. Jarðvinnuverktakinn er byrjaður á nýju bílastæði vestan við hverasvæðið og gönguleið sem tengist vestari pallinum.
Þegar framkvæmdum við Gunnuhver lýkur hefjast framkvæmdir við stíg upp að Reykjanesvita og að skipta út tréverki við Brú milli heimsálfa.“