Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir á Reykjanesbraut ganga vel
Fimmtudagur 26. janúar 2006 kl. 15:07

Framkvæmdir á Reykjanesbraut ganga vel

Framkvæmdir ganga vel við tvöföldun Reykjanesbrautar, en gröfur Jarðvéla eru þessa dagana komnar fram hjá Vogaafleggjara á ferð sinni inn að Strandarheiði.

Verkstjóri Jarðvéla, Eggert Páll Helgason, sagði í samtali við Víkurfréttir að verkið hefði sóst vel. „Við erum nú komnir inn fyrir Voga í uppúrtektinni og erum á næstunni að fara að slá upp mótum fyrir fyrra brúarstæðinu við mislæg gatnamót.“

Hann sagði að þótt veðrið hafi verið lítt skaplegt að undanförnu hafi það ekki áhrif á framvinduna. „Það breytir í sjálfu sér engu fyrir okkur í verkinu, en það er kannski að það fari frekar á sálina á mönnum,“ sagði Eggert léttur í lund.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024