Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framkvæmdastjóri Suðurness ósáttur
Þriðjudagur 19. júlí 2005 kl. 16:38

Framkvæmdastjóri Suðurness ósáttur

Framtíð fiskvinnslufyrirtækisins Suðurness í Reykjanesbæ ræðst í dag þegar hollenskur eigandi fyrirtæksins fundar með starfsmönnum. Rúmlega fjörtíu manns munu missa vinnuna í haust hætti fyrirtækið rekstri.

Stefanía Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir, í samtali við Bylgjuna í dag, stöðu fyrirtækisins óljósa. Um sé að ræða fortíðarvanda, auk þess sem sterk staða krónunnar valdi fyrirtækinu miklum vandræðum. Hún segir stöðu fyrirtækisins viðkvæma. Og hún gagnrýnir fréttaflutning af málinu og segir Kristján Gunnarsson verkalýðsforingja í Keflavík hafa gert starfsfólkinu óleik því ekki hafi verið búið að tilkynna því um stöðuna þegar hann greindi frá málinu.

Stefanía hefði viljað klára sína heimavinnu með starfsfólki og fyrirtækinu áður en verkalýðsformaðurinn kom í sjónvarpi í gær til að opinbera tíðindi sem ekki væru fullfrágengin. Hún sagði málið vera stórt og spurningu um hvenær er tímabært að fara með upplýsingar í fjölmiðla. Stefanía var ekki bjartsýn á að tækist að snúa resktrinum við. Hún sagði erlenda aðila vera væntanlega til viðræðna og eftir fund með þeim lægi endaleg ákvörðun fyrir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024