Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framkvæmdastjóra HSS lýst vel á yfirtöku Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 8. janúar 2009 kl. 11:25

Framkvæmdastjóra HSS lýst vel á yfirtöku Reykjanesbæjar

Sigríði Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja lýst vel á hugmyndir Reykjanesbæjar að taka yfir rekstur stofnunarinnar. Bærinn hefur óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að sveitarfélagið taki yfir starfsemi HSS.

Bæjarráð Reykjanesbæjar segir mikilvægt er að tryggja að þær breytingar sem boðaðar hafa verið af Heilbrigðisráðuneytinu um skipulag heilbrigðisþjónustu, tryggi góða og örugga þjónustu fyrir íbúa á starfssvæði HSS auk þess sem að atvinnutækifærum fjölgi.
Til að tryggja áframhaldandi gæði í starfsemi sjúkrahúss, heilsugæslu og skurðstofu og aukin tækifæri á sviði þjónustunnar, er mikilvægt að tryggja skýra stefnu til framtíðar og fylgja henni fast eftir með framkvæmd. Reykjanesbær býðst til að hafa forgöngu um það.

Aðspurð um þær breytingar sem kynntar voru í gær af heilbrigðisráðherra, segist Sigríður almennt sátt við þær breytingar. Vaktþjónusta á skurðdeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja verður lögð af, samkvæmt umfangsmiklum skipulagsbreytingum á heilbrigðiskerfinu.  Þess í stað munu skurðaðgerðir sem gerðar hafa verið á St. Josefsspítala í Hafnarfirði flytjast til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Sigríður segir að það sé mikilvægt að ráðuneytið sé að tryggja öfluga heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum en efla bráða- og slysamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að draga úr þörf á þjónustu slysa- og bráðamóttöku Landsspítala Háskólasjúkrahúss í Reykjavík og koma í veg fyrir tvíverknað. Þá verður heilsugæslan kynnt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður sjúklinga.

Varðandi uppsagnir starfsfólks á skurðdeild, þá sagði Sigríður að mikil eftirspurn væri eftir skurðhjúkrunarfræðingum og svæfingahjúkrunarfræðingum og hún taldi þetta fólk eiga auðvelt með að fá störf að nýju, þó svo það sé með öðrum formerkjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024