Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 29. janúar 1999 kl. 22:14

FRAMKVÆMDAÁÆTLUN Á NÆSTU GRÖSUM

Gert er ráð fyrir að 3ja og 10 ára framkvæmdaáætlun Reykjanesbæjar líti dagsins ljós í febrúar að sögn forseta bæjarstjórnar, Skúla Skúlasonar. Minnihluti bæjarstjórnar bókaði mótmæli sín á síðasta bæjarstjórnarfundi vegna seinagangs áætlunarinnar og því hve lítinn skilning meirihlutinn hefði á slíkum áætlunum. Töldu þeir að um brot á sveitarstjórnarlögum væri að ræða en samkvæmt þeim, skal semja og fjalla um þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins. Áætlunin skuli vera rammi um árlegar fjárhagsáætlanir og skal hún unnin og afgreidd af sveitarstjórn innan eins mánaðar frá afgreiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024