Framkvæmd Ljósanætur 2019 á svipuðum nótum og áður
Menningarráð Reykjanesbæjar leggur til að umsjón og framkvæmd Ljósanætur verði á svipuðum nótum og áður og Ljósanefndina skipi starfsmenn af hinum ýmsu sviðum bæjarins en um leið verði mikil áhersla lögð á þátttöku bæjarbúa sjálfra og sérstaklega verði leitað eftir framlagi þeirra.
Menningarráð hvetur fyrirtæki og félagasamtök til að setja mark sitt á hátíðina með virkum hætti, hvort heldur er með því að leggja til fjármagn eða einstaka viðburði og þar með að gera 20 ára afmæli Ljósanætur að veglegum menningarviðburði.