Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framhaldsskóli í Grindavík: Menntamálaráðherra svarar varfærnislega
Föstudagur 18. desember 2009 kl. 10:32

Framhaldsskóli í Grindavík: Menntamálaráðherra svarar varfærnislega


Menntamálaráðherra er nærgætin í svörum um framhaldsskóla í Grindavík; segir málið í skoðun og að skoða þurfi „efnahagsleg rök”.

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði menntamálaráðherra um málefni Menntaskóla Grindavíkur í fyrirspurnartíma á Alþingi á dögunum.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, var til svars og sagði  nefnd sem var skipuð um málefnið hafa skilað af sér skýrslu í október. Þar hefðu komið fram fjórir möguleikar í stöðunni. Í fyrsta lagi að stofna sjálfstæðan framhaldsskóla en miðað við gögn úr ráðuneytinu væri ekki grundvöllur fyrir slíku. Í öðru lagi að Grindavíkurbær stofni framhaldsskóla með þjónustusamningi við ríkið. Í þriðja lagi að stofna útibú t.d. frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja eða jafnvel frá öðrum skóla miðað við áherslur í námi og í fjórða lagi óbreytt ástand.

Katrín benti á að helstu rök með stofnun framhaldsskóla snúi að aðgengi að námi í heimabyggð til 18 ára aldurs, hag fjölskyldnanna og jöfnun tækifæra fyrir börn. Hún sagði skýrsluna vera til skoðunar í ráðuneytinu en skoða þyrfti hin efnahagslegu rök, eins og hún komst að orði. Katrín taldi skýrsluna varpa ljósi á ýmsa möguleika, málið væri áhugavert og hún væri tilbúin að skoða þetta áfram í ráðuneytinu.

Sjá einnig frétt á www.grindavik.is hér

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd Oddgeir Karlsson - Grindavík