Framhaldsskóladeild í Grindavík
Viðræður hafa farið fram á milli bæjaryfirvalda í Grindavík og ríkisvaldsins um stofnun sérstakrar framhaldskóladeildar í Grindavík, sem yrði námsbraut á sviði sjávarútvegsfræða. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, á fundi sem Samfylkingin boðaði til í Reykjanesbæ í gærkvöld.
Björgvin sagði að sú mótvægisaðgerð sem fælist í gerð Suðurstrandavegar dygði ekki ein og sér vegna þeirrar miklu skerðingar sem Grindavík verður fyrir sökum kvótaskerðingar. Eitthvað meira þyrfti að koma til og á næstu vikum yrði farið í þá vinnu að móta þessar hugmyndir um framhaldsskóldeild og koma henni af stað.
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli viðskiptaráðherra á fundinum og hægt er að skoða nánar í Veftv VF hér á vefnum.
Mynd: Horft yfir Grindavík. Ljósm: Oddgeir Karlsson.
Björgvin sagði að sú mótvægisaðgerð sem fælist í gerð Suðurstrandavegar dygði ekki ein og sér vegna þeirrar miklu skerðingar sem Grindavík verður fyrir sökum kvótaskerðingar. Eitthvað meira þyrfti að koma til og á næstu vikum yrði farið í þá vinnu að móta þessar hugmyndir um framhaldsskóldeild og koma henni af stað.
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli viðskiptaráðherra á fundinum og hægt er að skoða nánar í Veftv VF hér á vefnum.
Mynd: Horft yfir Grindavík. Ljósm: Oddgeir Karlsson.