Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framhaldsdeild í Grindavík - Stefnt að því að hefja skólastarf haustið 2011
Þriðjudagur 25. maí 2010 kl. 15:57

Framhaldsdeild í Grindavík - Stefnt að því að hefja skólastarf haustið 2011

Mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra hafa samþykkt í samvinnu við bæjaryfirvöld í Grindavík, að skoða grundvöll fyrir framhaldsdeild í Grindavík með það fyrir augum að skólastarf hefjist haustið 2011 en skrifað var undir samkomulag þess efnis í morgun. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri skrifaði undir fyrir hönd Grindavíkurbæjar en Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra fyrir hönd ráðuneytisins.


Vilji er til þess að um öflugt og framsækið nám á framhaldsskólastigi verði í bænum með það að markmiði að efla menntun og bæta búsetuskilyrði í sveitarfélaginu. Námið skal byggja á nýjum lögum um framhaldsskóla þar sem sérstaða bæjarfélagsins hvað varðar menningu og atvinnu er sett í öndvegi. Í undirbúningi að skólastarfinu skal lögð áhersla á nýbreytni í kennsluháttum þar sem kostir fjar- og dreifnáms verði nýttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Gert verður ráð fyrir að sama fyrirkomulag verði haft um alla umsýslu varðandi framhaldsdeild í Grindavík og tíðkast hefur um þær framhaldsdeildir sem settar hafa verið á fót á síðustu árum. Meginverkefnið verður að bjóða upp á nám sem samsvarar fjölda eininga á fyrstu tveimur árum framhaldsskóla (framhaldsskólapróf).


Aðilar eru sammála um að haustið 2010 muni ráðuneytið standa fyrir athugunum til að kanna frekar fjárhagslegar og faglegar forendur fyrir hugmyndinni og hug nemenda í 9. og 10. bekk Grunnskóla Grindavíkur til þess að stunda framhaldsnám í heimabyggð. Einnig skal kanna hug foreldra til þeirra kosta sem börnum þeirra stendur til boða. Þessari athugun skal vera lokið fyrir 1. október. Ráðuneytið mun ráða starfsmann til þess að sinna þessu verki og bera af því kostnað en fræðsluskrifstofa Grindavíkur mun leggja fram þau gögn sem beðið verður um og verða ráðuneytinu til taks við skipulagningu verksins.


Eftir að unnið hefur verið úr gögnum verða þau ásamt fyrri undirbúningi höfð til hliðsjónar við undirbúning skólastarfs haustið 2011.