Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framdi 16 afbrot á 8 vikum
Fimmtudagur 19. janúar 2017 kl. 06:00

Framdi 16 afbrot á 8 vikum

Rúmlega tvítugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar og til greiðslu 665.375 króna í sakarkostnað vegna sextán brota á átta vikna tímabili í byrjun síðasta árs. Fangelsisrefsingin fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár.

Meðal afbrotanna er akstur undir áhrifum fíkniefna í nokkur skipti, varsla fíkniefna og stuldur á skráningarnúmerum af bifreið við íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík. Þá var maðurinn dæmdur fyrir innbrot í íbúð við Heiðarhvamm í Keflavík þar sem áfengi og skartgripum var stolið. Þann 16. febrúar stal maðurinn ýmsum munum frá gesti Sporthússins sem hafði lagt frá sér peysu í fataklefa. Sama dag tók hann bíl ófrjálsri hendi af bílastæði fyrir utan Sporthúsið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024