Framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar rennur út 24. október
Samfylkingin í Suðukjördæmi heldur flokksval 16.-17. nóvember þar sem flokksmenn og skráðir stuðningsmenn raða í efstu sætin á lista flokksins í komandi Alþingiskosningum. Niðurstaðan verður bindandi í 4 efstu sæti listans og paralistaaðferð beitt til að tryggja jafnt hlutfall kynja.
Framboðsfrestur rennur út 24. október kl. 17.00 og þurfa frambjóðendur að tilkynna framboði sitt til Sigríðar Jóhannesdóttur formanns kjörsstjórnar í netfangið [email protected] eða í síma 861-5249. Framboðinu skal fylgja 15 meðmæli flokksfélaga. Þátttökugjald er kr. 20.000. Nánari upplýsingar á xs.is, segir í tilkynningu frá kjörstjórn.