„Framboðin tilnefna einn fulltrúa sem situr fyrir svörum“
Deilt er um það hjá flokkunum í Reykjanesbæ þessa dagana hver hafi hafnað sameiginlegum framboðsfundi (pallborðsumræðum, panelumræðum) sem til hafi staðið að halda í Stapa. Fundurinn verður reyndar haldinn næsta fimmtudag og öllum framboðum í Reykjanesbæ er frjálst að senda fulltrúa á fundinn. Víkurfréttir á Netinu höfðu það eftir Árna Sigfússyni leiðtoga Sjálfstæðismanna í gær að Framsóknarflokkur og Samfylkingin hafi hafnað fundinum. Sjálfstæðismenn hafi viljað umræður með 3-4 fulltrúum frá hverju framboði en það hafi hin framboðin ekki viljað, að sögn Árna.Meðfylgjandi er afrit af samkomulagi sem bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin undirrituðu en Sjálfstæðisflokkurinn skilaði inn óundirrituðu en með áritaðri athugasemd frá Árna Sigfússyni.
„Reykjanesbær 8. maí 2002
Samkomulag
Undirritaðir oddvitar framboðanna samþykkja fyrir hönd síns framboðslista eftirfarandi uppsetningu á sameiginlegum framboðsfundi sem fer fram í félagsheimilinu Stapa, Njarðvík kl 20:00. Þann 16. maí 2002.
Hver flokkur fær 10 mínútur í framsögu. Framsögutímanum má skipta á milli frambjóðenda framboðsins.
Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal.
Framboðin tilnefna einn fulltrúa sem situr fyrir svörum.
Hvert framboð fær 3. mínútur í lokaorð.“
Kjartan Már Kjartansson (Eysteinn Jónsson og Þorsteinn Árnason undirrituðu samkomulagið í fjarveru Kjartans)
Jóhann Geirdal (sign.)
Árni Sigfússon (undirritaði ekki samkomulagið, en handskrifaði neðangreinda athugasemd þann 10. maí sl.)
“Tillaga okkar á D-lista var að kynna þá frambjóðendur til sögu sem líklegastir eru til að starfa í næstu bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Því yrðu 3-4 frá hverjum lista sem sitja fyrir svörum eftir framsögu forystumanna. Þessari tillögu okkar hefur ekki verið svarað af hinum framboðunum.”
„Reykjanesbær 8. maí 2002
Samkomulag
Undirritaðir oddvitar framboðanna samþykkja fyrir hönd síns framboðslista eftirfarandi uppsetningu á sameiginlegum framboðsfundi sem fer fram í félagsheimilinu Stapa, Njarðvík kl 20:00. Þann 16. maí 2002.
Hver flokkur fær 10 mínútur í framsögu. Framsögutímanum má skipta á milli frambjóðenda framboðsins.
Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal.
Framboðin tilnefna einn fulltrúa sem situr fyrir svörum.
Hvert framboð fær 3. mínútur í lokaorð.“
Kjartan Már Kjartansson (Eysteinn Jónsson og Þorsteinn Árnason undirrituðu samkomulagið í fjarveru Kjartans)
Jóhann Geirdal (sign.)
Árni Sigfússon (undirritaði ekki samkomulagið, en handskrifaði neðangreinda athugasemd þann 10. maí sl.)
“Tillaga okkar á D-lista var að kynna þá frambjóðendur til sögu sem líklegastir eru til að starfa í næstu bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Því yrðu 3-4 frá hverjum lista sem sitja fyrir svörum eftir framsögu forystumanna. Þessari tillögu okkar hefur ekki verið svarað af hinum framboðunum.”