Framboð Lista Grindvíkinga kynnt
Listi Grindvíkinga er nýtt óháð framboð sem býður í fyrsta skipti fram í Grindavík nú í vor. Kristín María Birgisdóttir, stjórnmálafræðingur mun leiða framboð Lista Grindavíkinga í komandi sveitarstjórnakosningum.
Listinn var kynntur nú fyrir páska og sagði Kristín María við það tækifæri að stórt skref hefði verið stigið í janúar þegar ákveðið hafi verið að bjóða fram. Slíkt hefði aldrei verið gert ef þau hefðu ekki haft eitthvað fram að færa. „Við viljum sjá þverpólitíska samstöðu oftar þegar kemur að stjórnun sveitarfélagsins. Við erum ákveðin í því að starfa af heilindum fyrir bæjarbúa og styðja góð málefni hvaðan sem þau koma ef þau eru til þess fallin að þjóna hagsmunum heildarinnar.“
Guðveig Sigurðardóttir, eldri borgari, sem skipar heiðurssæti listans sagði við sama tækifæri að hún styddi heilshugar nýtt framboð vegna þess að það ætli sér ekki að endurtaka gömlu taktana sem viðgengist hafi kjörtímabil eftir kjörtímabil. Þar nefndi hún vinavæðingu og skilyrðislausa hlýðni við móðurflokkana. „Nú er tækifæri til breytinga og huga að gömlu góðu gildunum sem eru að beina spjótum að velferð allra, brúa kynslóðarbilið og bjarga orkunni okkar frá „Gufugleypunum“.
Framboðslisti Lista Grindvíkinga 2010 er eftirfarandi:
1. sæti Kristín María Birgisdóttir, 30 ára - stjórnmálafræðingur
2. sæti Dagbjartur Willardsson, 46 ára - skrifstofumaður
3. sæti Lovísa Hilmarsdóttir, 31 árs – leiðbeinandi og meistaranemi
4. sæti Einar Sveinn Jónsson, 36 ára - skrifstofumaður
5. sæti Helena Bjarndís Bjarnadóttir, 27 ára - íþróttafræðinemi við HR
6. sæti Gunnþór Sigurgeirsson, 42 ára - sölumaður
7. sæti Jón Ólafur Sigurðsson, 35 ára - sölumaður
8. sæti Steinunn Gestsdóttir, 50 ára - starfsmaður við dagdvöl aldraðra
9. sæti Bogi Adolfsson, 34 ára - formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar
10. sæti Halldór Lárusson, 46 ára - Tónlistarkennari
11. sæti Katrín Kristbjörnsdóttir, 33 ára - förðunarfræðingur
12. sæti Guðrún Atladóttir, 58 ára - nuddfræðingur
13. sæti Sigurður Friðfinnsson, 32 ára - starfsmaður hjá Vélsmiðju Grindavíkur
14. sæti Guðveig Sigurðardóttir, eldri borgari, sjá þjóðskrá– húsmóðir og ekkja