Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Frambjóðendur mæta á kjörstað
Laugardagur 12. maí 2007 kl. 15:46

Frambjóðendur mæta á kjörstað

Þær Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Guðný Hrund Karlsdóttir, Samfylkingu, mættu á kjörstað í Heiðarskóla nú eftir hádegið til að greiða atkvæði.

Þær eru báðar í 4. sætum síns flokks og freista þess að ná sæti á Alþingi í fyrsta skipti. Skoðanakannanir hafa eindregið gefið til kynna að Björk muni fá sæti, en staða Guðnýjar hefur ekki verið eins góð. Engu að síður verður að bíða þar til talið hefur verið upp úr kjörkössum áður en lokaniðurstaðan er ljós.

Aðrir Suðurnesjamenn sem freista þess að fá sæti á þingi eru Grétar Mar Jónsson, oddviti Frjálslyndra, og Helga Sigrún Harðardóttir, sem er í 3. sæti hjá Framsóknarflokknum.

Kjörsókn í Reykjanesbæ var 15.5% kl. 13 í dag, sem er eilítið minna en á sama tíma árið 2003.

 

VF-myndir/Þorgils-Björk hitti heiðurskonuna Guðrúnu Gísladóttur fyrir utan kjörstað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bílakjarninn
Bílakjarninn