Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frambjóðendur í vinnustaðaheimsóknum
Miðvikudagur 22. apríl 2009 kl. 16:51

Frambjóðendur í vinnustaðaheimsóknum


Frambjóðendur flokkana heimsækja nú vinnustaði um allt land. Hér á Suðurnesjum  hafa þeir líka verið á ferðinni og þegar þeir heimsækja skrifstofu Víkurfrétta þá er gömul hefð fyrir því að smella mynd og birta.

„Þú hefur ekkert birt myndina af okkur um daginn, svo ég ákvað að koma aftur“ sagði Íris Róbertsdóttir, sem er í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Með henni í ferð númer tvö var fyrrverandi starfsmaður Víkurfrétta, Ingigerður Sæmundsdóttir sem er í 10. sæti.
Eins og Íris sagði þá komu ekki alls fyrir löngu stærri hópur frá flokknum en þá voru í för með henni Unnur Brá Konráðsdóttir sem skipað 2. sætið og Grindvíkingurinn Vilhjálmur Árnason.
Samfylkingarfólk kom hér við á dögunum með fyrrverandi bæjarstýru úr Garðinum í broddi fylkingar, Oddnýju Guðbjörgu Harðardóttur sem er í 2. sæti Samfylkingarinnar. Með henni voru Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður í Brussel og Lúðvík Júlíusson, sjómaður úr Sandgerði.

Það er ýmislegt á dagskrá flokkana á næstu dögum fyrir kosningar sem eru á laugardag. Hægt er að hana í auglýsingum í Víkurfréttum sem komu út í dag, síðasta vetrardag.

VF-myndir/elg: Efsta mynd: Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í heimsókn, Íris Róbertsdóttir og Ingigerður Sæmundsdóttir með Páli Ketilssyni, ritstjóra og Hilmari Braga fréttastjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Oddný Harðardóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir og Lúðvík Júlíusson í hönnunardeild Víkurfrétta.



Unnur Brá Konráðsdóttir, Íris Róbertsdóttir og Vilhjálmur Árnason með ritstjóra VF.