Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frakkar ánægðir með Þekkingarsetrið
Laugardagur 17. ágúst 2013 kl. 09:16

Frakkar ánægðir með Þekkingarsetrið

Talsvert fleiri gestir hafa heimsótt Þekkingarsetrið í Sandgerði en síðustu ár

Starfið í Þekkingarsetri Suðurnesja hefur gengið mjög vel í sumar og að sögn Hönnu Maríu Kristjánsdóttur forstöðumanns hafa tæplega 2.000 gestir heimsótt setrið það sem af er sumri. Það eru talsvert fleiri gestir en komið hafa síðustu ár og er talið að markvisst kynningarstarf sé að skila sér. Boðið hefur verið upp á nýjung í sumar, fjölskylduratleikinn Fjör í fjörunni í sumar og hefur hann vakið mikla lukku.

Erlendir ferðamenn eru um helmingur gestanna og virðast þeir almennt vera mjög ánægðir með sýningarnar, finnst þær áhugaverðar og skemmtilegar. Miklar endurbætur voru gerðar á náttúrugripasýningunni í vor og hefur það eflaust sitt að segja. Margir Frakkar eru í hópi þessara ferðamanna og eru þeir sérstaklega ánægðir með sýninguna Heimskautin heilla sem fjallar um franska heimskautafarann og vísindamanninn Jean-Baptiste Charcot. Hinn helmingur gestanna voru íslenskir leik- og grunnskólanemendur sem komu í heimsókn í maí og byrjun júní. Kennarar og nemendur voru undantekningalaust ánægðir með heimsóknirnar, enda ýmislegt hægt að læra og fjölbreytt úrval sýninga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024