Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar þjónustar Suðurnesjabæ í skólamálum
Við undirritun samningsins. Frá vinstri Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar, Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 28. júní 2019 kl. 12:25

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar þjónustar Suðurnesjabæ í skólamálum

Reykjanesbær og Suðurnesjabær framlengdu í vikunni þjónustusamning þar sem Suðurnesjabær kaupir þjónustu af fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Um er að ræða skólaþjónustu og þjónustu henni tengdri. Samningurinn gildir út skólaárið 2019-2020.

Samningur Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar nær til skólaþjónustu við leik- og grunnskóla, skimana og ráðgjafa um íhlutun og kennslufræðilega ráðgjöf vegna tvítyngdra nemenda. Einnig eru í samningum ákvæði um úrræði og fræðslu, endurmenntun starfsfólks, faglegt samstarf stjórnenda, rekstrarráðgjöf og eftirlit með gæðum þjónustu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar hefur á undanförnum misserum þjónustað skólana í Garði og Sandgerði, nú Suðurnesjabæ. Ánægja er með þjónustuna og verður henni því haldið áfram enn um sinn, segir í frétt á vef Reykjanesbæjar.