Fræðslunefnd harmar aðgerðarleysi á lóð leikskóla

Fræðslunefnd Grindavíkur harmar að ekki hafi verið gripið til aðgerða þegar Verkfræðistofan Efla gerði úttekt á útihúsnæði við leikskólann Laut í Grindavík en niðurstaða úttektarinnar lá fyrir í lok mars. Á fundi fræðslunefndar þann 13. nóvember sl. voru lagðar tvær skýrslur um úttekt á húsnæði Lautar en í þeim kom fram að húsnæðið sem er útiskúr á lóð leikskólans þarfnist viðgerðar vegna mikils raka í því. Vegna rakans er húsið ekki ákjósanlegt til leikskólareksturs.