Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fræðsluerindi hjá Keili um offitu - Ókeypis aðgangur
Þriðjudagur 4. október 2011 kl. 08:18

Fræðsluerindi hjá Keili um offitu - Ókeypis aðgangur


Í tilefni af heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar bjóða Heilsuskóli Keilis og Kadeco upp á fræðsluerindi í Keili um offitu barna þriðjudaginn 4. okt. og offitu fullorðinna miðvikudaginn 5. okt. Allir velkomnir - Ókeypis aðgangur.
Offita barna - dr. Þrúður Gunnarsdóttir


Þriðjudaginn 4. október klukkan 20.00 verður Þrúður Gunnarsdóttir sálfræðingur og dr. í lýðheilsuvísindum með erindi í Keili um offitu barna, forvarnir og úrræði. Þrúður skrifaði doktorsritgerð sína um fjölskyldumiðaða atferlismeðferð fyrir of feit börn og starfar m.a. í dag við slíkar meðferðir. Þrúður mun veita foreldrum og fagfólki sem starfar með börnum góð ráð um hvernig þau geti stuðlað að heilbrigðu líferni barna.
Offita fullorðinna - Guðlaugur Birgisson Reykjalundi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Miðvikudaginn 5. október klukkan 20.00 verður Guðlaugur Birgisson, sjúkraþjálfari á offitusviði Reykjalundar með erindi í Keili. Guðlaugur mun segja frá þeirri nálgun sem notast er við hjá Reykjalundi við meðferð offeitra, með áherslu á hreyfiþáttinn. Einnig verður Guðlaugur með ýmis heilræði fyrir þá sem vilja léttast. Með Guðlaugi verður Harpa Eiríksdóttir, sem hefur verið undir handleiðslu offituteymis Reykjalundar og létt sig um yfir 30 kíló. Harpa mun segja frá sinni reynslu og veita góð ráð til þeirra sem vilja létta sig og til þjálfara sem starfa með fólki sem þarf að léttast.

Keilir og Kadeco bjóða uppá fræðsluerindin. Allir velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar á [email protected]