Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 10. júlí 2000 kl. 12:53

Frábært útsýni frá Café DUUS

Kaffi Duus er sannkallað fjölskyldufyrirtæki við smábátahöfnina í Reykjanesbæ, en hjónin Sigurbjörn Þ. Sigurðsson (Bói) og Sigrún Helgadóttir eiga það og reka ásamt börnum sínum. Duus var formlega opnað árið 1997 og aðsóknin hefur verið svo mikil að sl. vor sáu eigendurnir sér ekki annað fært en að stækka úr 50 sætum í rúm 100. Einnig er stór verönd fyrir utan sem hægt er að nýta í góðu veðri. Duus er kaffihús þar sem boðið er upp á tertur, smurt brauð og ýmsa smárétti, en sérréttur hússins er súpa í brauðskál og alltaf er splunkunýr fiskur á boðstólnum. Eftir kl. 18:00 er settur fram kvöldverðarmatseðill með kjöt- og fiskréttum, sem og góðu úrvali af forréttum og eftirréttum. Þá er útigrill í porti fyrir utan, þar sem matreiðslumennirnir grilla fyrir gestina rétti hússins og jafnvel þeirra eigin kjöt eða afla úr sjóstangaveiði. Kaffi Duus er í samstarfi við Whale Waching Center, sem er hvalaskoðun í eigu Guðmundar Gestsonar og er því algengt að hópar komi á Duus jafnt fyrir sem eftir hvalaskoðunarferðir. Útsýnið frá staðnum er mjög stórbrotið, enda smábátahöfnin við gluggann og á góðum degi er jafnvel hægt að sjá Esjuna. Innanhúss má sjá sögu Duus-húsanna og gamlar myndir úr Keflavík prýða veggina, en einnig er þar nokkurt safn líkana af skipum og bátum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024