Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frábærir tónleikar Bubba
Fimmtudagur 2. desember 2004 kl. 16:29

Frábærir tónleikar Bubba

Bubbi Morthens var með tónleika í Stapa í gær og var þéttsetinn salurinn enda er ekki orðum aukið að leitun sé að ástsælli tónlistarmanni hér á landi.

Bubbi lék bæði lög af nýja disknum sínum, Tvíburanum, sem og gamlar perlur og sagði sögur og fór með gamanmál á milli laga eins og hans er von og vísa.

Tónleikagestir skemmtu sér hið besta og var hlaut Bubbi dynjandi lófaklapp að þegar hann hafði lokið síðasta laginu.

Körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur stóðu að tónleikunum í sameiningu og eiga þær hrós skilið fyrir framtakið.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024