Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Frábær árangur í úrvinnslu eineltismála
Föstudagur 10. maí 2013 kl. 09:50

Frábær árangur í úrvinnslu eineltismála

- í Grunnskólum Reykjanesbæjar

Tíðni eineltis er með allra lægsta móti eða 2.2% meðal kennara og starfsmanna í grunnskólum Reykjanesbæjar miðað við það sem gerist á landsvísu, en einungis þrjú sveitarfélög af 25 eru með lægri tíðni eineltis en Reykjanesbær. Þessar upplýsingar koma fram í Skólavoginni, mælitæki sem gefur ýmsar upplýsingar um skólastarf í landinu.

Aðspurður sagði Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri að ánægjulegt væri að sjá hversu vel er tekið á eineltismálum í skólum í Reykjanesbæ. Gylfi Jón sagði að hægt sé að draga verulega úr einelti með samstilltu átaki stjórnenda og starfsmanna og það er greinilega verið að gera í grunnskólunum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024