Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fossar og ný gufu- og eimböð við Bláa lónið
Föstudagur 17. febrúar 2023 kl. 09:46

Fossar og ný gufu- og eimböð við Bláa lónið

Ný gufu- og eimböð á útivistarsvæðinu við Bláa lónið, ásamt tveimur misháum fossum, er meðal þess sem sótt er um byggingarleyfi fyrir til skipulagsyfirvalda í Grindavík. Eldvörp ehf. hafa sótt um byggingarleyfi fyrir fyrri áfanga að endurbótum baðaðstöðu Bláa lónsins. Í fyrsta áfanga eru ný gufu- og eimböð á útivistarsvæðinu, ásamt tveimur misháum fossum. Í seinni áfanga, sem sótt verður um byggingarleyfi fyrir síðar, er um að ræða stækkun og endurbætur baðálmu við Bláa lónið.

Skipulagsnefnd Grindavíkur staðfestir að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024