Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Foss, eimbað og sérhannað nuddsvæði opnað við Bláa lónið
Mánudagur 14. júlí 2003 kl. 19:14

Foss, eimbað og sérhannað nuddsvæði opnað við Bláa lónið

Skemmtileg viðbót við heilsulindina Bláa lónið hefur verið tekin í notkun. Viðbótin felst í fossi, eimbaði, gufubaði og sérhönnuðu svæði fyrir nudd- og líkamsmeðferðir og hafa viðbæturnar hlotið góðar viðtökur meðal gesta heilsulindarinnar. Tveggja metra hár foss sem í rennur Bláa lóns vatn setur skemmtilegan svip á svæðið. En gestir geta staðið undir fossinum og upplifað endurnærandi vatnsnudd.Samspil hrauns, kísils og lóns myndar heillandi umgjörð um eimbaðið enda minna veggirnir á kísil og blátt lónið rennur inn í það. Gufa eimbaðsins er sölt og fyrir vikið verður öndun léttari inni í eimbaðinu. Auðvelt er að njóta útsýnis yfir lónið úr gufubaði en framhlið þess er að mestu leyti úr gleri. Þá geta gestir kælt sig með því að ganga í gegnum léttan vatnsúða.

Að bera á sig hvítan kísil er fyrir marga ómissandi hluti af heimsókn í Bláa lónið. Kíslinum hefur verið komið fyrir í sérhönnuðum trékössum sem staðsettir eru við lónið og hefur aðgengi að kíslinum því verið auðveldað.

Sigríður Sigþórsdóttir, VA Arkitektum ehf, er aðalhönnuður aðstöðunnar, en hún er einnig aðalhönnuður heilsulindarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024