Forvarnir gegn krabbameini
Átján þingmenn í öllum þingflokkum undir forystu Árna Ragnars Árnasonar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um auknar forvarnir gegn krabbameinssjúkdómum í meltingarvegi og öðrum sjúkdómum þeim tengdum.
Tillagan gerir annars vegar ráð fyrir því að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa og hrinda í framkvæmd víðtæku forvarna- og leitarstarfi vegna krabbameins í meltingarvegi. Hins vegar gerir
tillagan ráð fyrir því að jafnframt verði hafinn undirbúningur að því að beita sömu aðferðum, eftir því sem fært er í baráttu við aðrar algengustu tegundir krabbameina hér á landi og hefja síðar skipulagt og reglubundið forvarna og leitarstarf vegna þeirra.
Tillagan gerir annars vegar ráð fyrir því að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa og hrinda í framkvæmd víðtæku forvarna- og leitarstarfi vegna krabbameins í meltingarvegi. Hins vegar gerir
tillagan ráð fyrir því að jafnframt verði hafinn undirbúningur að því að beita sömu aðferðum, eftir því sem fært er í baráttu við aðrar algengustu tegundir krabbameina hér á landi og hefja síðar skipulagt og reglubundið forvarna og leitarstarf vegna þeirra.