Forvarnastefna Reykjanesbæjar samþykkt
Forvarnastefna Reykjanesbæjar var samþykkt í bæjarstjórn 18. nóvember sl. Við gerð forvarnarstefnunnar var leitað eftir samstarfi við stofnanir innan Reykjanesbæjar auk félaga og félagasamtaka innan bæjarfélagsins sem hafa forvarnir á sinni dagskrá. Með því að tengja saman þátttakendur við forvarnarstefnu Reykjanesbæjar er það skoðun vinnuhóps að stefnan verði í framtíðinni ávallt í endurskoðun og gott hjálpartæki til að efla forvarnir í sveitarfélaginu.
Lagt er til í framhaldi að stofnað verði forvarnarteymi sem í sitja einn fulltrúi frá hverju ráði og sviði Reykjanesbæjar og verður hlutverk hans að fylgjast með framkvæmd forvarnarstefnunnar.
Forvarnar- og æskulýðsfulltrúi mun boða þá sem komu að forvarnarstefnunni til samráðsfundar einu sinni á ári til að meta hvernig til hefur tekist.
Skipað var í vinnuhóp í lok janúar sl. og var hlutverk hans að gera drög að forvarnarstefnu Reykjanesbæjar. Í vinnuhópnum áttu sæti Ragnar Örn Pétursson forvarnar- og æskulýðsfulltrúi hjá menningar-, íþrótta- og tómstundasviði, Rannveig Einarsdóttir yfirfélagsráðgjafi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur frá fræðsluskrifstofu. Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu.
Lagt er til í framhaldi að stofnað verði forvarnarteymi sem í sitja einn fulltrúi frá hverju ráði og sviði Reykjanesbæjar og verður hlutverk hans að fylgjast með framkvæmd forvarnarstefnunnar.
Forvarnar- og æskulýðsfulltrúi mun boða þá sem komu að forvarnarstefnunni til samráðsfundar einu sinni á ári til að meta hvernig til hefur tekist.
Skipað var í vinnuhóp í lok janúar sl. og var hlutverk hans að gera drög að forvarnarstefnu Reykjanesbæjar. Í vinnuhópnum áttu sæti Ragnar Örn Pétursson forvarnar- og æskulýðsfulltrúi hjá menningar-, íþrótta- og tómstundasviði, Rannveig Einarsdóttir yfirfélagsráðgjafi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur frá fræðsluskrifstofu. Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu.