Forvarnarvika í Reykjanesbæ
Forvarnarvika stendur nú yfir í Reykjanesbæ með fjölbreyttri dagskrá þar sem komið er inn á forvarnir í víðum skilningi, s.s. í umferðarmálum, áfengis- og vímuvörnum, fjallað er um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum, íþrótta- og tómstundafélögin kynna starfsemi sína og fleira.
Tilgangur forvarnarvikunnar er m.a. að minna á mikilvægi forvarna og gera þau fjölmörgu forvarnarverkefni sem í gangi eru sýnilegri bæjarbúum.
Þeir Arnar Lárusson og Jóhann Rúnar Kristjánsson, sem báðir eru bundnir hjólastól eftir umferðaslys, sögðu nemendum í FS sögu sína í morgun.
VF-mynd: elg
Tilgangur forvarnarvikunnar er m.a. að minna á mikilvægi forvarna og gera þau fjölmörgu forvarnarverkefni sem í gangi eru sýnilegri bæjarbúum.
Þeir Arnar Lárusson og Jóhann Rúnar Kristjánsson, sem báðir eru bundnir hjólastól eftir umferðaslys, sögðu nemendum í FS sögu sína í morgun.
VF-mynd: elg