Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fóru í eftirlitsferð í United Silicon í gær
Hugsanlegt er að bruni í nótt valdi því að seinkun verði á verkfræðilegri úttekt á hönnun og rekstri United Silicon. VF-mynd/hilmarbragi
Þriðjudagur 18. apríl 2017 kl. 13:50

Fóru í eftirlitsferð í United Silicon í gær

- Hugsanlegt að bruni seinki verkfræðilegri úttekt

Fulltrúar Umhverfisstofnunar fóru í eftirlitsferð í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í gær, á annan í páskum. Tilefnið var fjöldi tilkynninga frá íbúum í Reykjanesbæ um lyktarmengun. Líkt og greint var frá á vef Víkurfrétta síðasta miðvikudag, 12. apríl, bárust yfir 60 tilkynningar til Umhverfisstofnunar þann dag. Nokkrar bættust svo við um páskana, að sögn Sigrúnar Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun. Enn er verið að vinna úr niðurstöðum eftirlitsferðarinnar í gær.

Ákveðið var í kjölfar fundar fulltrúa Umhverfisstofnunar með stjórnendum United Silicon á skírdag að ef óundirbúið ofnstopp yrði í klukkustund eða lengur meðan norðlægar áttir ríkja yfir páskahátíðina yrði ofninn ekki keyrður upp að nýju fyrr en áttin væri orðin önnur og hagstæðari íbúabyggð. Í norðanátt leggur brunalyktina yfir byggð í Reykjanesbæ. Þá hefur lyktin verið tengd við þau tilvik þegar slökkt og kveikt er á ofninum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hugsanlegt er að bruni sem kom upp í verksmiðjunni í nótt geti seinkað því að hægt verði að ráðast í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri en til stendur að hún fari fram á næstunni, að sögn Sigrúnar. Nú er unnið að rannsókn á orsökum brunans. Starfsemi í verksmiðjunni mun liggja niðri um óákveðinn tíma vegna viðgerða.